Á sunnudaginn kl.11.00 ætlum við að koma saman í Hjallakirkju og eiga notalegt samfélag. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjónar og organistinn okkar hún Lára Bryndís Eggertsdóttir fer á kostum á orgelinu ásamt kór Hjallakirkju.

 

Þá lýsa fer af ljósum degi,
og liðin svarta nóttin er,
statt upp og gakk á Guðs þíns vegi,
og Guð mun sjálfur fylgja þér.
Statt upp og gakk, því gull í mund
þér gefur sérhver morgunstund.

 

Markús og Heiðbjört taka á móti hressum krökkum í sunnudagaskólanum á sama tíma. Þar verður saga, söngur, límmiðar og mikið fjör!