Sunnudaginn 4. nóvember er minningarguðsþjónusta í Hjallakirkju á allra heilagra messu. Í þessari messu komum við saman og minnumst þeirra ástvina okkar sem gengin eru, eigum fallega stund og kveikjum á ljósi fyrir þau sem lifa í minningu okkkar við ljósberann. Kórinn okkar syngur falleg lög og sálma undir stjórn Kristínar Jóhannesardóttur. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.

Verið velkomin og eigum saman fallega og notalega stund í kirkjunni okkar!