Sunnudagurinn 11. nóvember er kristniboðsdagur Þjóðkirkjunnar og kl. 11.00 verður útvarpsmessa frá Hjallakirkju. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Skúli Svavarsson kristniboði predikar. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Verið velkomin!