“Glatt á Hjalla” Opið hús fyrir heldri borgara í Hjallakirkju er fimmtudaginn 15. nóvember kl. 12.00.

Í vetur bjóðum við upp á vandaða dagskrá og hefst samveran á borðsamfélagi þar sem boðið verður upp á léttan hádegisverð á vægu verði.

Hver samvera endar á helgistund í kirkjunni.

Um þessar samverur sér Guðrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri Hjallakirkju í samstarfi við presta kirkjunnar.

Við hlökkum til að eiga gott samfélag í vetur í Hjallakirkju!