János Kristófi hefur verið organisti við dómkirkjuna í Oradeu í Rúmeníu frá 1987 og frá 2011 hefur hann einnig gegnt þar starfi kórstjóra og hljómsveitarstjóra, auk prófessorsstöðu í sömu borg. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir eftir Bach, Wagner, Widor, Áskel Másson o.fl. (Heyrst hefur að Áskell Másson mæti á staðinn til að heyra flutninginn!)

János Kristófi hefur áður spilað á Íslandi á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, en að þessu sinni mun hann halda námskeið fyrir lengra komna orgelnemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar ásamt því að leika tónleika í Hjallakirkju og Stykkishólmskirkju.

Konsertorganistinn Kristófi Janós í Hjallakirkju