Laugardaginn 1. desember kl. 09.00 er Aðventuhlaup Kópavogs og eru allir velkomnir með.

Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi efna nú í fjórða sinn til hlaups á milli kirkna og kapella í Kópavogi í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks.
Safnast er saman í Kópavogskirkju og sunginn jólasálmur.

Hlaupinn verður ca.11 km hringur
– ATH: ÞETTA ER SAMSKOKK, ALLIR SAFNAST SAMAN VIÐ KIRKJURNAR/KAPELLURNAR ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ AÐ NÆSTA ÁFANGASTAÐ –
Komið verður við á eftirfarandi stöðum á leiðnini: Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7km hring með því að sleppa Lindakirkju)

AÐ LOKNU HLAUPI ER BOÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU!