Hér má líta dagskrá Hjallakirkju á aðventu og jólum! 

Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 12.00: Glatt á Hjalla – súpusamvera

Gæðastund í hádeginu kl. 12 í umsjón Guðrúnar Sigurðardóttur. Endurminningar í forgrunni: Lára Bryndís og Guðrún segja frá segja frá æsku sinni í kirkjum sínum, annars vegar Hjallakirku og hins vegar Kópavogskirkju. Allir velkomnir.

Sunnudaginn 2. desember kl. 11.00: 1. í aðventu – messa og sunnudagaskóli

Prestur sr. Sunna Dóra Möller. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar organista. Betlehemsljósið borið inn í kirkjuna.

Sunnudaginn 9. desember kl. 11.00: 2. í aðventu – helgistund „kósý jól“

Prestur sr. Sunna Dóra Möller. Sr. Bolli Pétur Bollason flytur hugleiðingu. Árni Jón Eggertsson syngur einsöng, Halldór Másson leikur á gítar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma.

Sunnudaginn 9. desember: kl. 20.00. Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju

Fram koma ásamt kórnum Rúnar Þór Guðmundsson tenór, einsöngvarar úr röðum kórfélaga og hljóðfæraleikarar undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Ókeypis aðgangur, kakó og piparkökur eftir tónleikana.

Fimmtudaginn 13. desember kl. 12.00: Glatt á Hjalla – Jólastund

Jólastund félagsstarfs fullorðinna í Hjallakirkju. Smørrebrød og jólaöl, tónlist og erindi. Allir velkomnir. Áhugasamir skrái sig á netfanginu gudrun@hjallakirkja.is.

Sunnudaginn 16. desember kl. 11.00: 3. í aðventu – jólaball barnastarfsins

Helgistund í kirkju og jólaball í safnaðarsal. Jólasveinninn kíkir í heimsókn með glaðning. Um stundina sjá sr. Karen Lind Ólafsdóttir, Markús Bjarnason og Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir.

Sunnudaginn 23. desember kl. 11.00: 4. í aðventu – Þorláksmessustund í kirkjunni

Prestur sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Organisti Lára Bryndís Eggerstdóttir. Barnastund í safnaðarheimili á sama tíma í umsjá Markúsar og Heiðbjartar. Kakó og piparkökur að samveru lokinni.

Mánudaginn 24. desember kl. 18.00: Aftansöngur á aðfangadag

Prestar sr. Sunna Dóra Möller og sr. Bolli Pétur Bollason. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Hátíðasöngvar Sr. Bjarna.

Þriðjudaginn 25. desember kl. 14.00: Jólasöngvar og kertaljós

Jóladagshelgistund með ljúfum söngvum í kirkjunni kl. 14.00. Prestur sr. Sunna Dóra Möller. Kór Hjallakirkju syngir undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista.

Sunnudaginn 30. desember kl. 14.00: Messa eldri borgara

Sameiginleg messa eldri borgara í samstarfi við Digraneskirkju. Prestur sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

Mánudaginn 31. desember kl. 17.00: Aftansöngur á gamlársdag

Prestur sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista.

Ath. ekki er messað á nýársdag og sunnudaginn 6. janúar. Við mætum galvösk til leiks þann 13. janúar á nýju ári.