“Kósý jól” – Helgistund í Hjallakirkju sunnudaginn 9. desember kl. 11.00

Sunnudaginn 9. desember, 2. sunnudag í aðventu er helgistund í Hjallakirkju kl. 11.00. Notaleg jólastemning í kirkjunni þar sem jólalögin óma.Prestur sr. Sunna Dóra Möller. Sr. Bolli Pétur Bollason flytur hugleiðingu. Árni Jón Eggertsson syngur einsöng, Halldór Másson leikur á gítar. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.

Sunnudagaskólinn í safnaðarheimili á sama tíma undir dyggri stjórn þeirra Markúsar og Heiðbjartar.

Verið velkomin í Hjallakirkju. 

By |2018-12-05T12:01:57+00:005. desember 2018 | 12:01|