Hér má líta helgihald á jólum í Hjallakirkju:

Þorláksmessa 23. desember kl. 11.00

Á Þorláksmessu bjóðum við upp á kakó og kósý.

Markús og Heiðbjört syngja jólalög og taka vel á móti gestum og gangandi. Sr. Karen Lind leiðir stundina og Lára Bryndís organisti spilar ljúfa jólatónlist.

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18.00

Prestar sr. Sunna Dóra Möller og sr. Bolli Pétur Bollason. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Hátíðasöngvar Sr. Bjarna.

Jóladagur kl. 14.00: Jólasöngvar og kertaljós

Jóladagshelgistund með ljúfum söngvum í kirkjunn. Prestur sr. Sunna Dóra Möller. Kór Hjallakirkju syngir undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista.

Það er ósk okkar hér í Hjallakirkju að þið njótið jóla og eigið góðar samverustundir saman yfir hátíðarnar. Sjáumst í kirkjunni!