Hér má líta helgihald í Hjallakirkju yfir áramót:
Sunnudaginn 30. desember kl. 14.00: Messa eldri borgara
Sameiginleg messa eldri borgara í samstarfi við Digraneskirkju. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili að messu lokinni. Prestur sr. Karen Lind Ólafsdóttir.
Aftansöngur á gamlársdag kl. 17.00
Prestar sr. Karen Lind Ólafsdóttir og sr. Páll Ágúst Ólafsson. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna.
Ath. ekki er messað á nýársdag og sunnudaginn 6. janúar. Barnastarf Hjallakirkju hefst að nýju fimmtudaginn 10. Janúar.
Með ósk um farsæld á nýju ári 2019!