Um leið og við óskum öllum gleðilegs árs og vonum að fólk hafi notið jóla vekjum við athyglu á því að safnaðarstarf Hjallakirkju fer nú á fullt eftir jólaannirnar allar.

Fimmtudaginn 10. janúar hefst æskulýðsstarfið:

Kirkjuprakkarar kl. 16.00-17.00

Æskulýðsfélagið kl. 20.00-21.00

Sunnudaginn 13. janúar hefst  svo sunnudagaskólinn á ný og messað verður kl. 11.00. 

Við hvetjum fólk til að fylgjast með okkur hér á heimasíðunni og svo er hægt að finna okkur Facebook og Instagram.

Hlökkum til að sjá ykkur hér í kirkjunni.

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju!