Æskulýðsstarf Hjallakirkju hefst á morgun, fimmtudaginn 10. janúar!
Kl. 16.00-17.00 eru Kirkjuprakkarar, kirkjustarf fyrir börn á aldrinum 6-9 ára.
Kl. 20.00-21.00 er æskulýðsfélagið í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfélagið er fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára.
Utan um starfið heldur sr. Sunna Dóra ásamt leiðtogum.
Verið hjartanlega velkomin að taka þátt í uppbyggilegu kirkjustarfi!