Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 13. janúar

Messað er í Hjallakirkju sunnudaginn 13. janúar kl. 11.00. Kór Hjallakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimilinu og það eru þau Markús og Heiðbjört sem leiða hann. Biblíusaga, söngur og nýjir límmiðar til að setja í sunnudagaskólabókina. 

Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju!

By |2019-01-11T11:30:19+00:0011. janúar 2019 | 11:30|