Skráningar í fermingar 2020 og fermingardagar. 

Byrjað verður að taka á móti skráningum í fermingarfræðslu veturinn 2019/2020 miðvikudaginn 3. apríl 2019 og fara skráningarnar fram rafrænt í gegnum heimasíðuna okkar. Kynningarbréf mun fara út í lok mars vegna fræðslunnar 2019/2020 og kynningarfundur fyrir foreldra verður í Hjallakirkju miðvikudaginn 8 maí kl. 18.00.

Fermingarfræðslugjaldið er 19.146 kr. Við skráningu greiðist staðfestingargjald 10.146 og restin er innheimt síðar á vetrinum. Við skráningu gefst þó sá kostur að greiða allt gjaldið að fullu. 

Annar kostnaður við ferminguna er kritilgjald, sem er hreinsunargjald eftir notkun, upphæð 1500kr. 

Kostnaður er að auki vegna ferðar í Vatnaskóg sem er hluti af fermingarfræðslunni og er sú ferð niðurgreidd af prófastdæmi og söfnuði fyrir þau börn sem skráð eru í Þjóðkirkjuna. Þannig látum við sóknargjöldin renna til þeirra sem tilheyra Hjallasöfnuði í gegnum starfið og til lækkunar á kostnaði foreldra. 

Fermingardagar vorsins 2020 eru eftirfarandi í Hjallakirkju:

Sunnudagurinn 29. mars 2020:

Kl. 10. 30 og 13.30

Sunnudagurinn 5. apríl 2020

Kl. 10.30 og 13.30

Fermingarfræðslan hefst á námskeiði vikuna 12.-15. ágúst og verður fyrirkomulagið á námskeiðinu kynnt betur á kynningarfundinum með foreldrum. 

Við hlökkum til samstarfsins á þessum mikilvæga vetri sem fermingarveturin er í lífi hvers barns. 

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju!