Á sunnudaginn kl. 11 ætlum við að koma saman og eiga skemmtilega stund. Markús og Heiðbjört taka vel á móti krökkunum í sunnudagaskólanum með söng, sögu og almennum skemmtilegheitum á neðri hæðinni.
Í kirkjunni ætlar sr. Karen Lind Ólafsdóttir að leiða guðsþjónustu þar sem við veltum fyrir okkur þeim gjöfum og hæfileikum sem við höfum, og hvernig við getum nýtt þá til góðs fyrir okkur sjálf og aðra í kringum okkur. Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leiðir kór Hjallakirkju sem mun flytja okkur vel valda sálma. Allir innilega velkomnir 🙂
Guð veit
Þegar þú ert þreytt og uppgefin
-þá máttu vita að Guð hefur séð
hvað þú hefur lagt á þig.
Þegar þú hefur grátið þig í svefn
og hjartað þitt er að bresta,
vittu að Guð telur tárin þín.
Þegar þér finnst tíminn hlaupa frá þér
og að ekkert gerist í lífi þínu,
vittu þá að Guð biður með þér.
Þegar þér finnst þú vera einmana og vinalaus,
vittu að Guð er þér við hlið.
Þegar þér finnst þú hafa reynt allt
og sért samt ráðþrota,
vittu að Guð hefur náð.
Karl Sigurbjörnsson, Orð í gleði.