Æskulýðsmessa verður í Hjallakirkju á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar sunnudaginn 3. mars kl. 11.00.

Þessi messa er í samstarfi við Digraneskirkju.

Hljómsveitin Sálmari leiðir söng og tónlist og létt stemning verður yfir og allt um kring. Sunnudagaskólar kirknanna verða hluti af þessari messu.

Léttar veitingar í boði eftir messu.

Messuna leiða sr. Sunna Dóra og Helga Kolbeinsdóttir æskulýðsfulltrúi Digraneskirkju ásamt sunnudagaskólastarfsfólki.

Verið hjartanlega velkomin