Messa er í Hjallakirkju sunnudaginn 10. mars kl. 11.00. Þessi sunnudagur er 1. sunnudagur í föstu. 

Guðspjall dagsins kemur úr Lúkasarguðspjalli 22. kafla vers 31-34:

“Símon, Símon, Satan krafðist að fá að sælda yður eins og hveiti svo að hismið kæmi í ljós. En ég hef beðið fyrir þér að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú trúsystkin þín þegar þú ert snúinn við.“ 
En Símon sagði við hann: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða.“ 
Jesús mælti: „Ég segi þér, Pétur: Áður en hani galar í dag munt þú þrisvar hafa neitað því að þú þekkir mig.“

Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.

Verið hjartanlega velkomin!