Á sunnudaginn kl. 11 er þér boðið að njóta góðrar stundar með okkur í Hjallakirkju. Markús og Heiðbjört halda uppi fjörinu í sunnudagaskólanum þar sem börnin hlusta á sögur, syngja og fræðast.
Sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjónar í messu á sama tíma og ætlar að fjalla um að treysta Guði og hvíla í þeirri náð sem hann gefur okkur.
Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti og kór Hjallakirkju leiðir okkur í söng og almennri gleði.
Fyrst Kristur veitir kjark, fyrst kærleikur hans uppörvar, fyrst andi hans skapar samfélag, fyrst þar ríkir hlýja og samúð gerið þá gleði mína fullkomna með því að vera einhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál. Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.
Pistill: Fil 2.1-5
Við hlökkum til að sjá ykkur