Til foreldra barna í Hjallasókn sem fædd eru árið 2006

Kynning fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra á fermingarstörfum næsta vetrar,

miðvikudaginn 15. maí 2019 kl. 18-18.30 í Hjallakirkju.

Miðvikudaginn, 15. maí kl. 18, verður kynningarfundur í Hjallakirkju um fermingarstörfin næsta haust og er hann opin öllum ungmennum sem vilja fermast í Hjallakirkju og foreldrum þeirra. Boðað er til fundarins að vori því að fræðslan hefst strax í ágúst, líkt og undanfarin ár, og því mikilvægt að kynning fermingarstarfanna fari fram áður en að sumarfríum kemur.

Um er að ræða viku námskeið í ágústmánuði 12.-15. ágúst, fyrir þau fermingarbörn sem það kjósa. Þetta fyrirkomulag kemur sér vel fyrir unglinga sem hafa þétt setna vetrardagskrá, s.s. íþróttaiðkun, tónlistarnám eða annað þess háttar. Þau börn sem ekki hafa tök á að taka þátt í umræddu námskeiði í ágústmánuði munu vinna það upp sér samhliða vetrarfræðslunni.

Á fundinum munum við ræða fermingarstörfin almennt, helstu tímasetningar, námsefni og fleira. Opnað verður fyrir skráningar í fermingarfræðsluna miðvikudaginn 3. apríl á vef kirkjunnar hjallakirkja.is/fermingar. Fermingardagar vorsins 2020 eru annars vegar 29. mars kl. 10.30 og 13.30 og 5. apríl kl. 10.30 og 13.30.

Þá minnum við á, að við innritun er beðið um ýmsar upplýsingar, s.s. kennitölu fermingarbarns, skírnardag, nöfn foreldra, atvinnu, heima- og vinnusíma og virkt netfang. Einnig er mögulegt að skrá aðra aðstandendur sem þið óskið að fái upplýsingar frá okkur, svo sem stjúpforeldra. Við skráningu greiðast 10.146 kr í staðfestingargjald ásamt því að í boði verður að greiða fræðslugjald vetrarins að fullu sem er 19.146kr, ásamt 1500 króna kirtilleigugjaldi og efniskostnaði sem er 2500kr.  Heildarkostnaður við fræðslu vetrarins er því 23.146kr. Hefð er fyrir því að fara í fermingarferð í Vatnaskóg í samstarfi við Digraneskirkju og er sú ferð farin í september. Sú ferð er valkvæð og hefur héraðsjóður og Hjallakirkja niðurgreitt þessa ferð til að kostnaður sé í lágmarki, ekki meira en 10.000kr fyrir þau börn sem eru skráð í Þjóðkirkjuna og þannig er það okkar markmið að okkar félagsfólk fái sóknargjöldin sín til baka í formi niðurgreiðslu á safnaðarstarfi.

Með kærri kveðju og von um góðar undirtektir,

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju