Sunnudaginn 14. apríl fermast 28 ungmenni í Hjallakirkju. Tvær fermingarathafnir eru þennan dag.
Fyrri athöfnin kl. 10.30
Síðari athöfnin kl. 13.30
Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestar eru sr. Sunna Dóra Möller og sr. Karen Lind Ólafsdóttir.
Við óskum fermingarbörnum þessa dags innilega til hamingju og megi Guð og gæfan fylgja þeim alla tíð.