Við ætlum að koma saman og hreinsa umhverfið okkar hér í Hjalla á sunnudaginn. Við getum öll byrjað smátt og gert umhverfið okkar betra.

Við hittumst í kirkjunni kl. 11 og skiptum okkur í hópa og plokkum á fullu.  Kl. 12 verður svo boðið upp á hressingu fyrir hressa plokkara.

Ekki verður hefðbundin messa en sr. Karen Lind Ólafsdóttir spjallar um okkar hlutverk í að gæta að umhverfinu og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti skemmtir gestum og gangandi.

Markús og Heiðbjört verða auðvitað á sínum stað og leiða sunnudagaskólagesti í fræðslu og fjöri.

 

 

Komum vel klædd!