Sumarið í Hjallakirkju:
Kirkjurnar í Kópavogi eru með samstarf um sumarhelgihaldið líkt og fyrri sumur en skipulagið er þannig að í júní verður messað í Hjallakirkju, júlí í Digraneskirkju og fyrri part ágúst í Kópavogskirkju. Prestar kirknanna skipta með sér messum sem eru alla jafna kl. 11.00 á sunnudögum í sumar.
Hjallakirkja er opin í júní þriðjudaga-fimmtudaga kl. 10.00-14.00. Í sumar er lokað á föstudögum.
Hjallakirkja er lokuð í júlí en þá er opið í Digraneskirkju.
Sr. Sunna Dóra Möller sóknarprestur verður í sumarleyfi frá 10. júní-7. júlí. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir er á vaktinnu á þeim tíma og tekur við fyrirspurnum á netfanginu karen@hjallakirkja.is og í síma kirkjunnar á opnunartíma s. 554-6716.
Sr. Karen Lind Ólafsdóttir prestur verður í sumarfríi 8. júlí-5. ágúst og er sr. Sunna Dóra þá á vaktinni og hafa má samband á netfanginu sunna@hjallakirkja.is og í síma 694-2805 þar sem kirkjan er lokuð á þessum tíma.
Guðrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti eru í fríi í júlí þegar kirkjan er lokuð.
Varðandi erindi sem þola ekki bið utan hefðbundis opnunartíma bendum við á vaktsíma presta í Kópavogi s. 843-0444.
Það er ósk okkar að við njótum öll góðs og gleðilegs sumars og við hlökkum til að koma aftur til starfa í ágúst og hefja vetrarstarfið á ný.
Prestar og starfsfólk Hjallakirkju!