Á sunnudaginn kl 11. ætlum við að koma saman í Hjallakirkju og gefa okkur tíma til að lofa Guð. Við þökkum fyrir allt hið góða sem hann gefur svo örlátlega og líka það erfiða sem þroskar okkur og eflir. Þegar við erum glöð skulum við þakka, og þegar við erum sorgmædd skulum við lofa Drottin. Við reynum að lofa Guð með öllu lífi okkar.

Sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjónar og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti vekur gleði með snilli sinni og tónlistarflutningi.

Heitt á könnunni eftir samveruna.

Lofa þú Drottin, sála mín,

og allt sem í mér er, hans heilaga nafn;

lofa þú Drottin, sála mín,

og gleym ei neinum velgjörðum hans.

(Sálmarnir 103:1-2)