Sunnudaginn 18. ágúst er sameiginlega fermingarbarnamessa Hjallakirkju og Digraneskirkju. Messan verður í Digraneskirkju kl. 11.00. 

Kirkjunar tvær hafa í þessari viku verið með sameiginlegt fermingarbarnanámskeið fyrir þau börn sem fermast í kirkjunum vorið 2020 og er messan lok þessa námskeið og hafa börnin sjálf unnið að undirbúningi hennar. 

Hljómsveitin Sálmari sér um tónlistina og umsjón messunar er höndum presta Hjallakirkju og Digraneskirkju. 

Léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að lokinni messu, þar sem einnig verður fundað með foreldrum fermingarbarnanna. Verð fyrir mat: 500kr á mann og 1000 krónur á fjölskyldu. 

Við vekjum athygli á að allir eru hjartanlega velkomnir til messunnar. 

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju og Digraneskirkju.