Sunnudaginn 1 september kl 11 hefst sameiginlegur sunnudagaskóli Digranes- og Hjallakirkju með fjölskyldumessu í Hjallakirkju. Sr Karen Lind Ólafsdóttir og sr Helga Kolbeinsdóttir æskulýðsprestur sjá um stundina ásamt leiðtogum sunnudagaskólans, þeim Bryndísi, Söru Lind og Höllu Marie. Við ætlum að syngja, heyra sögu og leika okkur. Hoppukastali og kanilsnúðar. Öll börn fá Kærleiksbókin mín í gjöf frá kirkjunni. Hlökkum til að sjá ykkur!