Við viljum vekja athygli á því að miðvikudaginn 25. september til fimmtudagsins 26. september er ferð fermingarbarna Hjallakirkju í Vatnaskóg og fer stór hluti starfsfólks kirkjunnar í ferðina. Af þeim sökum verður opnunartíminn eitthvað styttur sem og símsvörun. Við biðjumst því velvirðingar ef fólk kemur að lokuðum dyrum þennan sólarhringinn en opnum skv. venju föstudaginn 27. september kl .12.00. Fyrir brýn erindi má hafa samband beint við sr. Sunnu Dóru sóknarprest í síma 6942805 eða á netfangið sunna@hjallakirkja.is.