Bleik messa verður í Hjallakirkju sunnudaginn 13. október kl. 11.00.
Inga Björk Færseth Ólafsdóttir félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélaginu flytur erindi . Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.
Léttar veitingar í safnaðarheimili að lokinni messu. Frjáls framlög renna til Krabbameinsfélags Íslands.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna í messu og mæta í bleiku.
Verið velkomin!

Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimili!