Messa er í Hjallakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 11.00. Þessi sunnudagur er 1. sunnudagur í aðventu og í messunni syngur Kór Hjallakirkju undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Betlehemsloginn verður borinn inn í kirkjuna og boðið verður upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar að messu lokinni. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju.