Frá og með 19. janúar nk. verður fjölskydumessa alla sunnudaga í Hjallakirkju kl. 17.00. Þessi samvera verður fjölskylduvæn með óhefðbundnu helgihaldi og sunnudagaskólinn sem hefur verið á sunnudögum í safnaðarheimilinu verður hluti af þessari stund. Við vekjum því athygli á því að enginn sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu kl. 11 á sunnudögum frá og með 19. janúar. 

Fjölskyldumessan kl. 17.00 verður með einföldu sniði sem hentar ungum sem öldnum og að lokinni messu verður kvöldverður í safnaðarsal á vægu verði, þar sem við miðum við 1000 kr á einstakling og 2000kr á fjölskyldu, ef þröngt er í búi hjá fólki þá eru samt allir velkomnir að borða og gjaldið fyrir matinn á ekki að vera til þess að fólk staldri ekki við. Bara setja í baukinn þegar betur stendur á. 

Á móti þessum messum í Hjallakirkju verður hefðbundin messa í Digraneskirkju alla sunnudaga kl. 11.00 og súpa í safnaðarheimili að lokinni messu eins og venja er í Digraneskirkju. 

Við byrjum sem sagt með krafti á sunnudaginn kemur 19. janúnar. Messað verður í Digraneskirkju kl. 11.00 þar sem sr. Gunnar Sigurjónsson messar ásamt Sólveigu Sigríði Einarsdóttur organista. Kl .17.00 er svo fjölskyldumessan í Hjallakirkju og sjá sr. Gunnar, Sr. Sunna Dóra og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti um stundina. Kvöldmatur að stund lokinni. 

Við hvetjum fólk til að kynna sér vel það sem er í gangi í kirkjunum báðum og fylgjast með heimasíðunum okkar hjallakirkja.is – digraneskirkja.is. Við erum einnig á Facebook og Instagram.

Verið hjartanlega velkomin.