Vilt þú starfa í sóknarnefnd Hjallakirkju?
Á aðalfundi Hjallaprestakalls mánudaginn 24. febrúar nk. kl. 17.00 stendur til að kjósa nýtt fólk til starfa í sóknarnefndinni okkar. Þess vegna leitum við að öflugu fólki til að starfa með okkur og sem hefur áhuga á að móta starf kirkjunnar sinnar til framtíðar. Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá okkur og þess vegna er kjörið tækifæri fyrir áhugasama að leggja sitt á vogarskálarnar og taka þátt í mótun safnaðarstarfsins. Sóknarnefndin fundar einu sinni í mánuði og starfar náið með prestum og starfsfólki kirkjunnar, ekki er fundað yfir sumartímann.
Áhugasamir geta haft samband við sóknarprest, sr. Sunnu Dóru Möller, sunna@hjallakirkja.is og Guðrúnu Huldu Birgisdóttur fráfararndi formann sóknarnefndar, guddy@sial.is
Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum og ábendingum!