Í ljósi nýjustu frétta af framgangi Covid-19 veirunnar vilja prestar og starfsfólk Hjallakirkju og Digraneskirkju gæta fyllstu ábyrgðar. Hefur ákvörðun verið tekin um að aflýsa fyrirhugaðri fjölskyldumessu kl. 17.00 í Hjallakirkju næstkomandi sunnudag (8.mars).

Eftir sem áður verður messað kl. 11.00 í Digraneskirkju og beinum við messugestunum okkar í þá messu.

Hlutirnir breytast hratt og við fylgjumst vel með stöðunni og tökum einn dag fyrir í einu hvað varðar frekari ákvarðanir.

Virðingarfyllst:
Prestar og starfsfólk Digranes- og Hjallakirkju.