Vetrarstarfið í Hjallakirkju fer vel af stað og er fjölbreytt dagskrá í boði í vetur.
Í kirkjunni er öflugt æskulýðsstarf. Alla miðvikudaga er starf fyrir 10-12 ára börn í salnum á neðri hæð kirkjunnar milli 16.00-17.00. Á fimmtudögum er barnakóraæfing í kirkjunni frá 14.45-15.30 en þá taka við kirkjuprakkarar frá 15.30-16.30. Á fimmtudagskvöldum er svo æskulýðsfélagið fyrir unglinga milli 20.00-21,30.
Heimakór kirkjunnar er gospelkórinn Vox Gospel og æfir hann alla miðvikudaga frá 17.30-19.00. Tónlistar- og kórstjórn er í höndum Matthíasar V. Baldurssonar sem einnig stýrir Rokkkór Íslands og Lögreglukórnum og æfa báðir þessi kórar í Hjallakirkju.
sr. Karen Lind Ólafsdóttir heldur utan um stuðningshópa fyrir þolendur ofbeldis „Líf eftir ofbeldi“ og koma þessir hópar saman í Hjallakirkju á þriðjudagskvöldum milli 20.00-21.00 og á föstudögum frá 12.00-13.00.
Afar fjölbreytt helgihald er í boði í Hjallakirkju alla sunnudaga kl. 17.00. Í þessum messum er fjölbreytt tónlist, þemamessur og íhugunarmessur og koma kórar kirkjunnar ásamt þeim sem eiga hér æfingaaðstöðu fram í þessum messum.
Prestar kirkjunnar eru sr. Sunna Dóra Möller og sr. Karen Lind Ólafsdóttir.
Tónlistarstjóri er eins og áður sagði Matthías V. Baldursson.
Utan um æskulýðsstarfið heldur Hálfdán Helgi Matthíasson ásamt leiðtogum.
Skrifstofustjóri og kirkjuvörður er Guðrún Sigurðardóttir.
Við hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur og kynna sér fjölbreytt og skemmtilegt starf Hjallakirkju í vetur.
Prestar og starfsfólk kirkjunnar.