Dívumessa 20. okt kl.17:00. Flutt verða lög sem dívurnar Tina Turner, Beyoncé, Adele, Whitney Houston, Mariah Carey, Céline Dion, Dusty Springfield, Aretha Franklin, Cilla Black og Tracy Chapman hafa gert fræg. Sönghópurinn RADDADADDA sem skipaður er þeim Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, Katrínu Hildi Jónasdóttur og Kristjönu Þóreyju Ólafsdóttur syngur. Friðrik Karlsson leikur á gítar og Matthías V. Baldursson á píanó. Prestur er sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Að sjálfsögðu er frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.