Sunnudaginn 13. nóvember heimsækir biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir Hjallakirkju.
Að því tilefni mun biskup prédika og blessa söfnuðinn í guðsþjónustu kl.17:00.
Prestar Hjallakirkju sr. Karen Lind Ólafsdóttir og sr. Sunna Dóra Möller þjóna og gospelkórinn Vox gospel og sönghópurinn Raddadadda syngja undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.
Þennan dag er nýja sálmabókin einnig að koma út og er það mikill heiður fyrir okkar að tveir starfsmenn okkar eru meðal höfunda í bókinni. Tónlistarstjóri Hjallakirkju, Matthías V. Baldursson samdi sálm nr. 227b Guð faðir, himnum hærri við texta Sigurbjörns Einarssonar og Gunnar Böðvarsson kirkjuvörður á texta við sálm nr.746 Ég vil dvelja í skugga vængja þinna.
Léttur kvöldverður verður til sölu gegn vægu verði eftir guðsþjónustuna.
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að taka þátt í þessum hátíðardegi með okkur.