Aðventan 2022 verður fjölbreytt í Hjallakirkju full af tónlistarveislu úr öllum áttum.
27. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu mun Friðrik Karlsson gítarleikari, Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri og sr. Karen Lind Ólafsdóttir sjá um kyrrðarguðsþjónustu. Þetta eru yndislegar stundir sem eru orðnar fastir liðir hjá okkur síðasta sunnudag í mánuði. Gott að koma og kyrra hugann og komast frá amstri dagsins. Flutt er slökunartónlist eftir Friðriks Karlsson ásamt vel völdum aðventusálmum sem settir eru í sérstakan búning að þessu tilefni.
4. desember, annan sunnudag í aðventu verður hátíðleg jólastund þar sem Rokkkór Íslands, Lögreglukórinn, Vox gospel, Raddadadda og Væb koma saman og gleðja gesti með jólalögum sem koma öllum í hátíðarskap fyrir jólin. Sr. Sunna Dóra Möller leiðir stundina og MAtthías V. Baldursson stjórnar kórunum og leikur undir á píanó.
11. desember, þriðja sunnudag í aðventu heimsækir Skólakór Smáraskóla okkur og Lögreglukórinn syngur. sr. Karen Lind Ólafsdóttir leiðir stundina.
18. desember, fjórða sunnudag í aðventu verður gospelkór Hjallakirkju Vox Gospel og sr. Karen Lind Ólafsdóttir.
Allar guðsþjónustur eru kl.17:00