Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir allt gamalt og gott. Við í Hjallakirkju erum þakklát allri þeirri frábæru aðsókn sem var í Guðsþjónustur á síðasta ári og erum spennt fyrir nýju ári. Margir spennandi viðburðir verða 2023 sem við munum kynna um miðjan janúar.
Fyrsta Guðsþjónusta á nýju ári verður sunnudaginn 15.janúar og sem áður verður hún kl.17:00.
18 og 19.janúar hefst svo æskulýðsstarfið, gospelkórinn og barnakórinn en við munum setja inn auglýsingar fyrir það nokkrum dögum fyrir. Hlökkum til að takast á við ný verkefni á nýju ári.