Á páskadag hélt svo Hjallakirkja í Kópavogi upp á 30 ára afmæli sitt.

Var það gert við hátíðarmessu kl. 9:00 á páskadagsmorgunn.

Eftir messuna var morgunverður og afmæliskaka í boði.

Sóknarnefndin sá um veitingarnar og lagði á borð.

Sr. Alfreð Örn Finnson sóknarprestur í Digranes- og Hjallaprestakalli prédikaði og þjónaði fyrir altari.

Matthías V. Baldursson organisti lék á hljóðfærið, Áslaug Helga Hálfdánardóttir söng einsöng ásamt Vox Gospelkór Hjallakirkju.

Að sögn sr. Alfreðs var fínasta mæting og meðal annars kom fólk sem var í sóknarnefnd þegar kirkjan var vígð fyrir 30 árum.