Þessi bomba er framundan í Hjallakirkju á sunnudaginn kemur kl. 17.00. Rokkkór Íslands hélt Queen tónleika í Lindakirkju þann 19. apríl fyrir fullu húsi og nú fáum við í Hjallakirkju að njóta ávaxtanna í messu. Það er snillingurinn og kóngurinn Matthías V. Baldursson sem stýrir kórnum, Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar og sr. Sunna Dóra leiðir stundina.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin og það er frítt inn!