Minnum á sameiginlegt félagsstarf eldri borgara Digranes- og Hjallakirkju.
Þriðjudagur 9. maí kl. 11-14.15 í Digraneskirkju.
Dagskráin er eftirfarandi: Leikfimi, hádegisverður, helgistund og erindi.
Að þessu sinni verður boðið upp á kótilettur í hádeginu. Alfreð og Matti leiða helgistund. Að lokinni stund í kirkjunni kemur Brynja Baldursdóttir í heimsókn.
Einnig ræðum við skipulag og skráningu í vorferðina til Keflavíkur þann 16. maí.
Dagskránni lýkur á kaffi, góðum molum og notalegri samveru.
Fimmtudagur 11. maí kl. 11-12.15 í Digraneskirkju.
Dagskráin er eftirfarandi: Leikfimi og bænastund.