Sunnudagaskóli

Sunnudaga kl. 11

Sunnudagaskólinn eða barnaguðsþjónustur eru í Hjallakirkju hvern sunnudag kl. 11.  Þar eru sagðar skemmtilegar og myndrænar sögur úr Biblíunni, söngvar sungnir og farið í leiki.

Í lokin er hressing fyrir unga og aldna.

Umsjón með sunnudagaskólanum 2018 – 2019 hafa Markús Bjarnason og Heiðbjört Arndís Höskuldsdóttir.

Kirkjuprakkarar

6-9 ára fimmtudaga kl. 16:00-17:00

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn í Hjallasókn. Hittst er á neðri hæð Hjallakirkju á fimmtudögum frá kl. 16:00 – 17:00.  Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Sr. Sunna Dóra Möller, Sigrún Hrönn Bolladóttir og Tinna Valgerður Gísladóttir hafa umsjón með starfinu. Við sækjum börn í 1./2. bekk Álfhólsskóla í frístundina í Skessuhorni ef óskað er, en þá þarf barnið að vera skráð hjá okkur (sendið póst á hjallakirkja@hjallakirkja.is eða hringið á opnunartíma til að skrá barnið).

Æskulýðsfélag fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 20:00 – 21:30

Æskulýðfélagið í Hjallakirkju er metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakka í 8-10 bekk í Hjallasókn. Á fundum förum við í ýmis konar leiki, spilum gömul spil og ný, keppum og vinnum saman. Við tölum og syngjum en lærum einnig að meta þögnina og í hverju það felst að vera kristin manneskja. Æskulýðsfélagið er eitthvað sem allir unglingar ættu kíkja á!

Sigrún Hrönn Bolladóttir og Tinna Valgerður Gísladóttir hafa umsjón með starfinu. Fundir eru á fimmtudögum kl. 20-21:00 á neðri hæð Hjallakirkju. Frekari upplýsingar um starfið má á í gegnum netfangið sunna@hjallakirkja.is