Kirkjuprakkarar

6-9 ára

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn í Digranes- og Hjallaprestakalli, starfið fer fram í báðum kirkjum.

Hjallakirkja – Miðvikudagar kl. 15-16

Digraneskirkja – Fimmtudagar kl. 15-16

Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Við getum sótt börnin í frístund og fylgjum þeim þangað aftur ef óskað er, en þá þarf barnið að vera skráð hjá okkur.

Upplýsingar og skráningar fara fram á skramur.is og einnig er hægt að hafa samband við Söru Lind æskulýðsfulltrúa á netfanginu saralind98@live.com

TTT

10-12 ára

Hjallakirkja miðvikudagar kl. 16:15-17:15

Digraneskirkja fimmtudagar kl. 16.15-17.15

Stundirnar fara fram í báðum kirkjum prestakallsins og eru fyrir börn á aldrinum 10-12 ára.

Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, þar má meðal annars nefna leikir, föndur, spil og skotbolta.

Umsjón með starfinu hefur Sara Lind Arnfinnsdóttir.

Æskulýðsfélag fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 20:00 – 21:30

Sara Lind og Ásdísi Þorvaldsdóttir hafa umsjón með starfinu. Fyrir jól verða stundirnar á fimmtudagskvöldum kl. 20-21:30 á neðri hæð Hjallakirkju.