Kirkjuprakkarar

6-9 ára fimmtudaga kl. 15:30-16:30

Kirkjuprakkarar er starf fyrir 6-9 ára börn í Digranes- og Hjallaprestakalli. Við hittumst á neðri hæð Hjallakirkju á fimmtudögum frá kl. 15:30-16.30.  Börnin fá hressingu, syngja saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Við sækjum börn í 1./2. bekk Álfhólsskóla í frístundina í Skessuhorni og fylgjum þeim þangað aftur ef óskað er, en þá þarf barnið að vera skráð hjá okkur. Einnig er í boði fyrir börn í öðrum skólum í prestakallinu að skrá sig í kirkjubílinn, þá eru börnin sótt í frístund af leiðtogum og keyrð til baka. Upplýsingar og skráningar fara fram hjá Hálfdáni æskulýðsfulltrúa á netfanginu halfdan@hjallakirkja.is.

TTT

10-12 ára, miðvikudaga kl. 16.00-17.00

Fundir eru haldnir í Hjallakirkju og eru fyrir börn á aldrinum 10-12 ára í Digranes- og Hjallaprestakalli. Starfið er alla miðvikudaga kl. 16.00-17.00.

Við bjóðum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá, þar má meðal annars nefna leikir, föndur, spil og skotbolti.

Æskulýðsfélag fyrir 8. – 10. bekk

Fimmtudaga kl. 20:00 – 21:30

Æskulýðfélagið í Hjallakirkju er metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakka í 8-10 bekk í Digranes- og Hjallaprestakalli. Á fundum förum við í ýmis konar leiki, spilum gömul spil og ný, keppum og vinnum saman.  Æskulýðsfélagið er eitthvað sem allir unglingar ættu kíkja á!

Hálfdán Helgi Matthíasson æskulýðsleiðtogi hefur umsjón með starfinu ásamt Matthíasi Davíð Matthíassyni og Ásdísi Þorvaldsdóttur. Fundir eru á fimmtudagskvöldum kl. 20-21:00 á neðri hæð Hjallakirkju. Frekari upplýsingar um starfið má á í gegnum netfangið halfdan@hjallakirkja.is