Fermingar

/Fermingar
Fermingar2019-02-19T09:32:46+00:00

Fermingar 2019

Vorið 2019 verða fjórar fermingarathafnir í Hjallakirkju:

Fermingardagar 2019

  • 7. apríl 2019 kl. 10:30
  • 7. apríl 2019 kl. 13:30
  • 14. apríl 2019 kl. 10:30
  • 14. apríl 2019 kl. 13:30

Fermingarnámskeið verður haldið í 13.-17. ágúst, síðustu viku áður en skóli hefst. Fyrir þau börn sem ekki komast á ágústnámskeiðið verður námskeið  1. og 2. september þar sem kennt verður frá 10-17.  Við hvetjum þau sem geta til að nýta þann möguleika að koma á námskeið í ágúst.

Fermingarfræðsla vorönn 2019

Fermingartímar í febrúar/mars

    5. mars (Að skóla loknum) Álfhólsskóli

  1. febrúar kl. 15.00 Snælandsskóli

Í þessum tíma fara fram viðtöl við fermingarbörnin og fyrir þetta viðtal þurfa þau að fara yfir það sem stendur í kirkjulyklinum á bls. 44-45 (Kanntu þetta). Við leggjum aðaláherslu á bænina “Faðir vor” og trúarjátninguna en að þau kannist við hin atriðin.

Fyrir þennan tíma verða fermingarbörnin að vera búin að velja sér ritningarvers fyrir fermingardaginn og til að auðvelda valið þá er hægt að fara inn á hjallakirkja.is og undir liðnum “Fermingar” á síðunni er hægt að smella á ritningarvers og þar kemur upp fjöldinn allur af versum sem hægt er að velja úr. Við skráum versið hjá okkur og munum hafa það klárt fyrir fermingarbörnin á spjaldi í athöfninni á fermingardaginn.

Fermingarbörnin máta einnig fermingarkirtla í þessum tíma.

Fermingartímar í mars:

  1. mars (Að skóla loknum) Álfhólsskóli
  2. mars kl. 15.00 Snælandsskóli

Í þessum tíma mæta fermingarbörnin í kirkjuna og mun organistinn okkar hún Lára Bryndís vera með sálma/lagasyrpu sem þau fá velja úr til að hafa í fermingarathöfnunum.

Aðrar dagsetningar sem er mikilvægt að taka frá nú þegar:

Fermingaræfingar sem börnin þurfa að mæta á fyrir sína athöfn:

Þau sem fermast 7. apríl mæta á æfingar í kirkjuna föstudaginn 5. apríl:

Athöfn kl. 10.30: 5. apríl kl. 15.00-16.00

Athöfn kl. 13.30: 5. apríl kl. 16.00-17.00

 Þau sem fermast 14. apríl mæta á æfingar í kirkjuna föstudaginn 12. apríl:

Athöfn kl. 10.30: 12. apríl kl. 15.00-16.00

Athöfn kl. 13.30: 12. apríl kl. 16.00-17.00

 

Fundur með foreldrum verður miðvikudaginn 20. febrúar í kirkjunni kl. 18.00! Á þessum fundi verður farið yfir praktísk atriði sem snúa að fermingunum sjálfum og því sem þarf að hafa í huga í tengslum við þær. Við miðum við að fundurinn verði ekki langur og munum við prestarnir vera til viðtals að honum loknum ef þar er eitthvað sem þarf að ræða eða þið viljið spyrja um.

Fermingar 2020

Byrjað verður að taka á móti skráningum í fermingarfræðslu veturinn 2019/2020 miðvukudaginn 3. apríl 2019. Skráningar fara fram í gegnum heimasíðuna okkar. 

Fermingardagar vorsins 2020 eru eftirfarandi í Hjallakirkju:

Sunnudagurinn 29. mars 2020:

Kl. 10. 30 og 13.30

Sunnudagurinn 5. apríl 2020

Kl. 10.30 og 13.30

Kynningarbréf mun fara út í lok mars vegna fræðslunnar 2019/2020

 

Skráning

Skráning í fermingarfræðslu fer fram hér á vefnum. Þar er hægt að velja fermingardag og fermingarnámskeið.

Skrá í fermingarfræðslu