Fermingarfræðsla 2023-2024
Fermingarnámskeið verður haldið 18. og 21. ágúst. Einnig verður boðið upp á janúarnámskeið (um miðjan janúar) fyrir þau sem ekki komast í ágúst eða vilja heldur sækja námskeiðið í janúar.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að hrista hópinn saman í fjörugum leikjum. Kynning á fræðslu vetrarins, horfum á stutt myndbönd og kynnumst Jesú og nokkrum dæmisögum hans.
Kópavogsskóli og Smáraskóli 18. ágúst kl. 9-12 18.8 í Digraneskirkju og 21. ágúst kl. 13-16 í Digraneskirkju.
Álfhólsskóli og Snælandsskóli 18. ágúst kl. 13-16 í Hjallakirkju og 21. ágúst kl. 9-12 í Hjallakirkju.
Fermingarfræðslan verður í hverri viku í október og nóvember annars vegar og hins vegar hluta af janúar, febrúar og hluta af mars. Kópavogsskóli og Smáraskóli verða í Digraneskirkju og Álfhólsskóli og Snælandsskóli í Hjallakirkju. Við lærum um réttlæti, íþróttir og trú, sjálfstraust, tónlist, listir o.fl.
Fermingardagar 2024:
- Sunnudagur 17. mars í Hjallakirkju
- Laugardagur 23. mars í Hjallakirkju
- Sunnudagur 24. mars í Digraneskirkju (pálmasunnudagur)
- Fimmtudagur 28. mars í Digraneskirkja (skírdagur)
- Laugardagur 18. maí í Digraneskirkju (laugardagur um hvítasunnu)
- Sunnudagur 19. maí í Hjallakirkju (hvítasunnudagur)
- Annað í samráði við prest
Kostnaður:
Fermingarfræðslugjaldið er krónur 25.388 krónur. Innifalið er fræðslan, námsgögn og leiga á kyrtli við fermingu (krónur 2000).
Ferð í Vatnaskóg:
Fermingarbörnin fara á fermingarnámskeið í Vatnaskóg 26.-28. september 2023. Kostnaður í ferðina er 24.100 kr. Innifalið er rúta, matur, fræðsla o.fl. Þau fermingarbörn sem skráð eru í Þjóðkirkjuna fá ferðina niðurgreidda af prófastsdæminu og kirkjunni sinni, gjaldið verður því samtals 14.900.- Ef þið eruð í vafa hvort þið séuð skráð í Þjóðkirkjuna er hægt að kanna það á island.is og auðvelt er að skrá sig þar með rafrænum skilríkjum. Það er ekki skilyrði að vera í Þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu en þau sem eru utan Þjóðkirkjunnar þurfa að greiða fullt gjald.