Fermingar 2020

Vorönn 2020 – fræðsla

Endurtekið haustnámskeið fyrir fermingarbörn sem komust ekki á ágústnámskeiðið verður í Digraneskirkju laugardaginn 18. janúar kl. 10.00-16.00. 

Sunnudaginn 2. febrúar er fermingarfræðsla fyrir fermingarbörn Hjallakirkju og Digraneskirkju að lokinni messu kl. 12.00.

Fimmtudagskvöldið 20. febrúar er fermingarfræðsla í Hjallakirkju kl. 20.00. Erna Kristín Stefánsdóttir flytur fræðsluerindi og spjallar við fermingarbörn um líkamsvirðingu. Skyldumæting á fundinn. 

Þriðjudaginn 3. mars koma fermingarbörn Hjallakirkju sem eru í Álfhólsskóla í viðtöl í Hjallakirkju beint að loknum skóla. Fermingarbörn í Snælandsskóla koma miðvikudaginn 4. mars í Hjallakirkju að loknum skóla. Í þessum viðtölum þurfa þau að kunna skil á Faðir vorinu og trúarjátningunni og kunna skil á því sem kemur fram í kirkjulyklinum  á opnunni “Kanntu þetta”. Einnig þurfa börnin að vera búin að velja sér ritningarvers fyrir fermingardaginn sinn og skila því til prestanna. Að loknu viðtali máta fermingarbörnin fermingarkirtil fyrir athöfnina.

Miðvikudaginn 11. mars er fundur með foreldrum fermingarbarna í Hjallakirkju kl. 18.00. Á fundinum er farið yfir praktísk atriði er snúa að fermingarathöfnum sjálfum. 

Föstudaginn 27. mars eru æfingar í Hjallakirkju fyrir fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 29. mars. Börn sem fermast kl. 10.30 mæta á æfingu kl. 15.00 og börn sem fermast kl. 13.30 mæta kl. 16.00. Athugið að skyldumæting er á æfingarnar. 

Föstudaginn 3. apríl eru æfingar í Hjallakirkju fyrir fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 5. apríl. Börn sem fermast kl. 10.30 mæta á æfingu kl. 15.00 og börn sem fermast kl. 13.30 mæta á æfingar kl. 16.00. Athugið að skyldumæting er á æfingarnar. 

Fermingarbörnin þurfa í vetur að safna 10 stimplum í kirkjulykilinn sinn sem þau fá afhendan í fyrstu messunni sinni. Við förum yfir kirkjulyklana hjá fermingarbörnunum fyrir jólin og sjáum hvar þau eru stödd með mætinguna sína. 

Allar upplýsingar um fermingar má fá hjá prestum Hjallakirkju: sr. Sunna Dóra Möller, sunna@hjallakirkja.is,  sr. Karen Lind Ólafsdóttir: karen@hjallakirkja.is og hjá sr. Helgu Kolbeinsdóttur helga@digraneskirkja.is.

Hlökkum til samstarfsins í vetur. 

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju

 

 

Fermingardagar og skráningar í fermingarfræðslu 2019/2020

Byrjað verður að taka á móti skráningum í fermingarfræðslu veturinn 2019/2020 miðvukudaginn 3. apríl 2019. Skráningar fara fram í gegnum heimasíðuna okkar. 

Fermingardagar vorsins 2020 eru eftirfarandi í Hjallakirkju:

Sunnudagurinn 29. mars 2020:

Kl. 10. 30 og 13.30

Sunnudagurinn 5. apríl 2020

Kl. 10.30 og 13.30

Kynningarbréf mun fara út í lok mars vegna fræðslunnar 2019/2020

 

Skráning

Skráning í fermingarfræðslu fer fram hér á vefnum. Þar er hægt að velja fermingardag og fermingarnámskeið.

Skrá í fermingarfræðslu