Fermingar 2020

Ágústnámskeið

Haustnámskeið fermingarbarna í Hjallakirkju verður 12.-15. ágúst í samstarfi við Digraneskirkju. Námskeiðið endar á fermingarbarnamessu í Digraneskirkju sunnudaginn 18. ábúst kl. 11.00. 

Fermingarbarnaferð í Vatnaskóg verður dagana 25.-26. september og er einnig farin í samstarfi við Digraneskirkju. Prestar Hjallakirkju og leiðtogar fara með í ferðina sem kostar 10.000kr á barn. Athugið að foreldrar þurfa að biðja um frí í skóla fyrir börnin sín og við vekjum athygli á að ferðin er ekki skylda en góð viðbót við fræðsluna ef þau koma með.

Sunnudaginn 27. október: Fjölskyldumessa og sameiginleg fermingarfræðsla í Hjallakirkju fyrir Digranes og Hjallakirkju kl. 12.30 að lokinni messu.

Fermingarfræðsla í Hjallakirkju í nóvember:

26. nóvember kl. 15.00: Álfhólsskóli

27. nóvember kl. 15.00: Snælandsskóli

Frí er í fermingarfræðslu í desember en við hvetjum fermingarbörnin til að sækja aðventu- og jólahelgihaldið í kirkjunni sinni. 

Við stefnum á að hafa eitt-tvö fræðslukvöld fyrir foreldra og fermingarbörn í haust sem verður betur kynnt síðar. 

Fermingarbörnin þurfa í vetur að safna 10 stimplum í kirkjulykilinn sinn sem þau fá afhendan í fyrstu messunni sinni. Við förum yfir kirkjulyklana hjá fermingarbörnunum fyrir jólin og sjáum hvar þau eru stödd með mætinguna sína. 

Allar upplýsingar um fermingar má fá hjá prestum Hjallakirkju: sr. Sunna Dóra Möller, sunna@hjallakirkja.is og sr. Karen Lind Ólafsdóttir: karen@hjallakirkja.is

Hlökkum til samstarfsins í vetur. 

Prestar og starfsfólk Hjallakirkju

 

 

Fermingardagar og skráningar í fermingarfræðslu 2019/2020

Byrjað verður að taka á móti skráningum í fermingarfræðslu veturinn 2019/2020 miðvukudaginn 3. apríl 2019. Skráningar fara fram í gegnum heimasíðuna okkar. 

Fermingardagar vorsins 2020 eru eftirfarandi í Hjallakirkju:

Sunnudagurinn 29. mars 2020:

Kl. 10. 30 og 13.30

Sunnudagurinn 5. apríl 2020

Kl. 10.30 og 13.30

Kynningarbréf mun fara út í lok mars vegna fræðslunnar 2019/2020

 

Skráning

Skráning í fermingarfræðslu fer fram hér á vefnum. Þar er hægt að velja fermingardag og fermingarnámskeið.

Skrá í fermingarfræðslu