Fermingar 2021

Fermingarfræðsla 2020/2021

Boðið er upp á námskeið fyrir fermingarbörnin í ágúst 2020.

Kynningarfundur verður sunnudaginn 16. ágúst og hefst með fjölskyldumessu í Digraneskirkju kl. 11.00. Boðið verður upp á hádegisverð og fundað svo í kjölfarið um fermingarstörfin í vetur.

Fermingarfræðslan hefst svo mánudaginn 17. ágúst á sameiginlegu haustnámskeiði Digranes- og Hjallakirkju.
Haustnámskeið vegna fermingarfræðslunnar heldur svo áfram daglega út vikuna, fyrir og eftir hádegi,  mánudaginn 17. ágúst til fimmtudagsins 21. ágúst.

Þau börn sem ekki vilja né hafa tök á að taka þátt í umræddu námskeiði í ágústmánuði munu taka námskeiðsdag í janúar 2021 og vinna upp það sem ágústhóparnir unnu. Upplýsingar þar um verða tilkynntar með tölvskeyti (netföng sem tilgreind eru við skráningu).  Nánari fræðsluáætlun um námskeiðið verður aðgengileg síðar.

Börnin koma síðan í kirkjuna um það bil mánaðarlega og fer fermingarfræðsla fer fram á sunnudögum kl. 12:30 samkvæmt dagskrá. Þessir dagar verða kynntir á kynningarfundi í ágúst.

Kennslubókin „Con Dios” og messubókin „KIRKJU LYKILL” verða afhennt fermingarbörnum við upphaf fræðslunnar og eru innifalin í efniskostnaði.
Einnig verður unnið með margvíslegt annað efni sem kynnt verður sér.

Skilyrt er að fermingarbörnin ljúki 10 verkefnum á fræðslutímanum í kirkjulyklinum og er þess óskað að foreldrar aðstoði þau við það í messum (Hægt er að fá tvo stimpla í lykilinn með því að mæta á fund í æskulýðsfélagi kirknanna)

Þess er vænst að foreldrar fermingarbarna mæti til skrafs og ráðagerða eftir að kennsla hefst og munu fermingarbörn færa boð um það skriflega. Þá verður rætt um fermingardaga og nánari tilhögun.

Fermingarbarnaferðalagið með hópinn okkar í Vatnaskóg verður fimmtudaginn 10.-11. september. Hópurinn fer frá Digraneskirkju á fimmtudegi kl. 8 og kemur aftur á föstudegi kl. 14:30 að Digraneskirkju.

Hlutur fermingarbarns í kostnaði við ferðina er kr. 10.000 en mismuninn niðurgreiðir söfnuðurinn og héraðssjóður fyrir þau börn sem eru í Þjóðkirkjunni. Greiðist fyrir brottför.

  • Fermingarfræðslan allan veturinn er ákvörðuð af þjónustgjaldskrá ríkisins og er núna (ágúst 2017) kr. 19.146.  Fræðslugjald greiðist í upphafi námskeiðs. (getur tekið breytingum)
  • Námsgögn svo sem eins og kennslubókin “Con Dios” og “Kirkjulykillinn” eru innifalin í efniskostnaði sem greiðist við skráningu.
  • Ferðalag fermingarbarna í Vatnaskóg kostar kr. 17.700 (samkvæmt upplýsingum KFUM&K fyrir haustið 2019) en hlutur fermingarbarns er kr. 10.000 (söfnuðurinn og héraðssjóður prófastsdæmisins greiða hinn hlutann). Greiðist við brottför frá kirkjunni og er afhent Skógarmönnum í Vatnaskógi.  (Innifalin er rúta, matur,  og fræðsla frá starfsmönnum Vatnaskógar og kirkjunnar). (getur tekið breytingum)
  • Kyrtilgjald vegna fermingar er kr. 2.000 sem greiðist við skráningu. (Kyrtilgjaldið er leiga og stendur undir hreinsun og endurnýjun kyrtlanna).
  • Efniskostnaður vetrarins er 2500 krónur og greiðist við skráningu.

Fermingardagar 2021:

  • Kópavogsskóli og Álfhólsskóli: Pálmasunnudagur 28. mars 2021 kl. 11
  • Smáraskóli: Skírdagur, 1. apríl 2021 kl. 11
  • Fermingardagar í Hjallakirkju vorið 2021: Laugardagurinn 27. mars kl. 10.30 og 13.30 og pálmasunnudagur kl. 10.30 og 13.30

 

 

Skráning

Skráning í fermingarfræðslu fer fram hér á vefnum. Þar er hægt að velja fermingardag og fermingarnámskeið.

Skrá í fermingarfræðslu