Fermingar 2020

Ágústnámskeið

Haustnámskeið fermingarbarna í Hjallakirkju verður 12.-15. ágúst í samstarfi við Digraneskirkju. Námskeiðið endar á fermingarbarnamessu sunnudaginn 18. ábúst kl. 11.00. 

Fermingarbarnaferð í Vatnaskóg verður dagana 25.-26. september og er einnig farin í samstarfi við Digraneskirkju. 

Allar upplýsingar um fermingar má fá hjá prestum Hjallakirkju og setjum við aðrar dagsetningar og tilhögun á fræðslunni hér fljótlega inn. 

Hlökkum til samstarfsins næsta vetur

Starfsfólk Hjallakirkju

 

 

Fermingardagar og skráningar í fermingarfræðslu 2019/2020

Byrjað verður að taka á móti skráningum í fermingarfræðslu veturinn 2019/2020 miðvukudaginn 3. apríl 2019. Skráningar fara fram í gegnum heimasíðuna okkar. 

Fermingardagar vorsins 2020 eru eftirfarandi í Hjallakirkju:

Sunnudagurinn 29. mars 2020:

Kl. 10. 30 og 13.30

Sunnudagurinn 5. apríl 2020

Kl. 10.30 og 13.30

Kynningarbréf mun fara út í lok mars vegna fræðslunnar 2019/2020

 

Skráning

Skráning í fermingarfræðslu fer fram hér á vefnum. Þar er hægt að velja fermingardag og fermingarnámskeið.

Skrá í fermingarfræðslu