Messur / Guðsþjónustur

 

alla sunnudaga kl. 17

Guðsþjónustur/messur eru hvern sunnudag í Hjallakirkju kl. 17 (nema annað sé auglýst). Sá háttur hefur verið á undanfarin ár að bjóða upp á mikla fjölbreytni í helgihaldi. Mismunur guðsþjónustanna felst aðallega í tónlistarflutningi, eins og sjá má t.d. í þemamessum/guðsþjónustum. Þá er áhersla lögð á tónlistarflutning mér sérstöku þema, eins og td. höfum við verið með Abba- , Bítla-, og Dívumessur sem sönghópurinn Raddadadda hefur séð um. 

Gospelkór Hjallakirkju Vox Gospel syngur reglulega í messum og leggur áherslu á kröftuga gospel- og lofgjörðartónlist ásamt hefðbundnum sálmum í bland. 

Kyrrðarmessur með Friðriki Karlssyni eru alltaf síðasta sunnudag í mánuði

Eins og sjá má á ofansögðu ætti allt sóknarfólk að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og kynnst því hvernig við fáum lofað Guð á marga vegu.

Messa alla sunnudaga kl. 17

Nema annað sé auglýst.