Fréttir

Fréttir2018-02-08T09:02:57+00:00

Fréttir

Sunnudagaskóli sunnudaginn 21. október kl. 11.00

Sunnudagaskóli er í safnaðarheimili Hjallakirkju sunnudaginn 21. október kl. 11.00. Biblísaga sögð, brúðuleikrit og mikill söngur. Góð og notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna á sunnudagsmorgnum. Um sunnudagaskólann sjá þau Markús og Heiðbjört. Sjáumst í sunnudagaskólanum!

By |18. október 2018 | 10:41|

Messa sunnudaginn 21. október kl. 11.00

Sunnudaginn 21. október er messa í Hjallakirkju kl. 11.00. Kór Hjallakirkju syngur undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Verið hjartanlega velkomin.

By |18. október 2018 | 10:38|

Vetrarfrí í æskulýðsstarfi fimmtudaginn 18. október

  Vegna vetrarfrís í skólum verður ekki barnastarf í Hjallakirkju fimmtudaginn 18. október, á það bæði við kirkjuprakkarana kl. 16.00-17.00 og æskulýðsfélagið kl. 20.00-21.30. Við verðum á okkar stað fimmtudaginn 25. október. Prestar og starfsfólk

By |17. október 2018 | 11:15|

Guðsþjónusta og sunnudagsskóli 14. október

Guðsþjónusta er sunnudaginn 14. október kl. 11.00. Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Jónína Ólafsdóttir leiðir stundina. Verið velkomin! Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimilinu og það eru þau Markús

By |9. október 2018 | 11:12|

Guðsþjónusta 7. október kl. 11.

Á sunnudaginn kl.11.00 ætlum við að koma saman í Hjallakirkju og eiga notalegt samfélag. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir þjónar og organistinn okkar hún Lára Bryndís Eggertsdóttir fer á kostum á orgelinu ásamt kór Hjallakirkju.  

By |3. október 2018 | 12:32|

Fjölskyldumessa sunnudaginn 30. september kl. 11.00

Sunnudaginn 30. september er fjölskyldumessa í Hjallakirkju. Biblíusaga, söngur og leikrit. Athugið að sunnudagaskólinn er hluti af þessari samveru og verður í kirkjunni en ekki i safnaðarheimilinu. Um stundina sjá Markús og Heiðbjört. Verið velkomin!

By |26. september 2018 | 11:49|

Kór Hjallakirkju lýsir eftir tenórum!

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þá bráðvantar fleiri tenóra í Kór Hjallakirkju: Kórinn æfir á þriðjudögum kl. 20-22 undir stjórn Láru Bryndísar, organista Hjallakirkju. Áhugasamir geta haft samband við Láru með tölvupósti á

By |12. september 2018 | 16:06|