Fréttir
Guðsþjónusta í Hjallakirkju sunnudaginn 14. maí kl. 17.00
Guðsþjónusta í Hjallakirkju sunnudaginn 14.maí kl. 17.00. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. sr. Sunna Dóra Möller leiðir sundina. Verið hjartanlega velkomin.
Foreldramorgunn 11. maí
Sameiginlegir foreldramorgnar Digranes- og Hjallakirkju fara fram í Digraneskirkju á fimmtudögum kl. 10-11.30. Morgunverður, spjall og samvera. Umsjón hefur Sara Lind Arnfinnsdóttir. Að þessu sinni fáum við góðan gest í heimsókn. Guðrún Arnalds frá Andartak
Félagsstarf eldri borgara 9. og 11. maí
Minnum á sameiginlegt félagsstarf eldri borgara Digranes- og Hjallakirkju. Þriðjudagur 9. maí kl. 11-14.15 í Digraneskirkju. Dagskráin er eftirfarandi: Leikfimi, hádegisverður, helgistund og erindi. Að þessu sinni verður boðið upp á kótilettur í hádeginu. Alfreð
Queen messa sunnudaginn 7. maí kl. 17.00
Þessi bomba er framundan í Hjallakirkju á sunnudaginn kemur kl. 17.00. Rokkkór Íslands hélt Queen tónleika í Lindakirkju þann 19. apríl fyrir fullu húsi og nú fáum við í Hjallakirkju að njóta ávaxtanna í messu.
Vorhátíð Digranes- og Hjallakirkju sunnudaginn 7. maí
Fjölskyldustund í kirkjunni (Digraneskirkju) kl. 11. Grillaðar pylsur, kökur og hoppukastalar eftir stundina í kirkjunni til kl.14. Sjáumst!
Foreldramorgunn 4. maí
Sameiginlegir foreldramorgnar Digranes- og Hjallakirkju fara fram í Digraneskirkju á fimmtudögum kl. 10-11.30. Morgunverður, spjall og samvera. Umsjón hefur Sara Lind Arnfinnsdóttir. Verið velkomin!
Félagsstarf eldri borgara 2. og 4. maí
Sameiginlegt félagsstarf eldri borgara Digranes- og Hjallakirkju. Þriðjudagur 2. maí kl. 11-14.15 í Digraneskirkju. Dagskráin er eftirfarandi: Leikfimi, hádegisverður, helgistund og fræðsla. Stefán og Linda bjóða upp á kálböggla í hádegismatinn eins og óskað var
Foreldramorgunn 27. apríl
Foreldramorgunn fimmtudaginn 27. apríl í Digraneskirkju Morgunverður og spjall. Sara Lind Arnfinnsdóttir hefur umsjón með starfinu. Fáum góðan gest að þessu sinni. Hrönn Guðjónsdóttir hjá https://www.nalarognudd.is/ kemur fimmtudaginn 27. Apríl s kl. 10.00 og kynnir
Félagsstarf eldri borgara 25. og 27. apríl
Minnum á sameiginlegt félagsstarf eldri borgara Digranes- og Hjallakirkju Þriðjudagur 25. apríl kl. 11-14.15 í Digraneskirkju Dagskráin er eftirfarandi: Leikfimi, hádegisverður, helgistund og fræðsla. Alfreð og Matti leiða helgistund. Að lokinni stund í kirkjunni kemur
Foreldramorgunn miðvikudaginn 19. apríl
Sameiginlegir foreldramorgnar í Digranes- og Hjallakirkju. Morgunverður, spjall og samvera. Þessa vikuna verður samverustundin miðvikudaginn 19. apríl kl. 10-11.30 í Digraneskirkju, þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn. Umsjón með starfinu hefur Sara Lind Arnfinnsdóttir.