Karlahópur

Karlar hittast annan hvern mánudag í Hjallakirkju til að ræða mál sem karlar ræða almennt ekki.  Kvöldið hefst með bænastund kl 19:30 en eiginleg dagskrá hefst kl 20:00 og stendur til kl 21:30.  Hópurinn er á breiðu aldursbili,  menn með ólíkan bakgrunn, fjölbreytta menntun og eitt sameiginlegt einkenni, að vera tilbúnir að gefa af sér og taka við.  Dagskrá fundanna er ákveðin af þátttakendum og gjarnan hefur einn framsögu um tiltekið málefni eða bókarkafla og síðan gengur umræðan hring, öllum tryggt að taka til máls en jafnframt einnig að sitja hjá.  Í karlahópnum ríkir traust, gagnkvæm virðing og síðast en ekki síst umhyggja.

Nánari upplýsingar veita:

Eldri borgarar

Safnaðarstarfið 2019

Safnaðarstarf eldri borgara er í samstarfi við Digraneskirkju í vetur og er staðsett í Digraneskirkju alla þriðjudaga. 

Dagskráin er fjölbreytt. Heimsóknir, samsöngur, örtónleikar, styttri og lengri ferðir auk helgistunda er brot af því sem gert er. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir hefur umsjón með starfinu ásamt sr. Helgu Kolbeinsdóttur, Sólveigu Sigríðar Einarsdóttur organista, Guðrúnu Sigurðardóttur djáknanema og að sjálfsögðu húsmóðurinni sjálfri, Ólöfu Jónsdóttur. Gott samstarf er við Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi og hefur margt skemmtilegt verið gert í sameiningu. Leikfimin er á þriðjudögum og fimmtudögum í Digraneskirkju kl. 11.

Dagskráin er alla þriðjudaga kl. 11.50 til 14.30

Öllu verði er stillt í hóf – hádegisverður og kaffi kr. 1000-

Kirkjubíllinn sækir eldri borgara heim að dyrum á þriðjudögum. Panta þarf far kl. 09 um morguninn í síma 554ö1620. Farið kostar kr. 500 fram og til baka.

Allir eldri borgarar eru hjartanlega velkomnir!

 

AA fundir

Á þriðjudagskvöldum eru opnir AA bókarfundir í Hjallakirkju 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir.

ITC Fífa

Fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann hittast konur á vegum ITC samtakanna á Íslandi. ITC er félagsskapur sem býður upp á sjálfsnám og sjálfstyrkingu, t.d. þjálfun í ræðumennsku, fundarsköpum, nefndarstörfum, mannlegum samskiptum og fleira. Markmið ITC er að hvetja til aukins persónulegs þroska einstaklingsins, með því að:

  • Skapa tækifæri til að æfa tjáskipti, samskipti og stjórnun á reglulegum deildarfundum og með þátttöku í nefndarstörfum, stjórnarstörfum og samvinnu á efri stigum samtakanna
  • Gefa kost á hæfnismati eða mati á því hvort aðili hefur nýtt sér námsefni, ásamt ábendingum um áframhaldandi framfarir og þjálfun

Í Hjallakirkju starfar ITC deildin Fífa en tilgangur þeirra sem starfa í ITC Fífu er að þjálfa sig í ræðumennsku, fundarsköpum og mannlegum samskiptum. Allir eru hjartanlega velkomnir í heimsókn. Netfang ITC Fífu er itcfifa@isl.is.