Markmið

 

 

Mér finnst ég loksins vera hluti af hópnum. Ég læri að treysta og setja mörk.

Óttinn stjórnar mér ekki lengur. Ég kemst yfir hann og tileinka mér kjark og sjálfsvirðingu í öllu sem ég geri.

Ég kynnist nýju öryggi og frelsi.

Ég sleppi tökunum af áhyggjum, skömm og sektarkennd.

Ég kynnist nýjum kærleika og sátt við mig og aðra. Mér finnst ég eiga skilið ást og virðingu.

Ég læri að finnast ég vera jafningi annarra. Ég legg mig fram við að byggja upp heilbrigð jafningjasambönd.

Ég get þróað og viðhaldið heilbrigðum og kærleiksríkum samböndum. Þörfin til að stjórna aðstæðum hverfur þegar ég læri að treysta fólki sem er traustsins vert.

Ég læri að það er hægt að líða betur og að geta veitt stuðning. Batinn er á réttri leið, og ég gef mér leyfi til að eiga misjafna daga. Kveikjurnar minna mig á að það sem gerðist var ekki í lagi, en ég bregst á heilbrigðan hátt við skaðlegum aðstæðum.

Ég geri mér grein fyrir að ég er einstök og dýrmæt manneskja.

Ég þarf ekki lengur að treysta eingöngu á aðra til að finnast ég einhvers virði.

Ég treysti leiðsögn sem ég fæ frá Guði og fer að trúa á eigin getu.

Ég öðlast smám saman æðruleysi, styrk og þroska í daglegu lífi mínu.