Við komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur sjálf.

 

 

Kirkjan  er öruggt rými fyrir alla. Því er mikilvægt að virða mörk annarra bæði í tjáningu og framkomu.

Við gætum þess að vera ekki ein í rými, og forðumst alla líkamlega snertingu án þess að biðja um leyfi.

 

Hver og einn er á mismunandi stað persónulega.

Við gætum því að öll tjáning um okkar reynslu, styrk og von sé með þeim hætti að forðast að valda vanlíðan.

Við forðumst allt tal eða framkomu sem tengist kyni, kynhneigð eða uppruna annarra.

Kynferðislegt tal eða framkoma er ekki viðeigandi í starfi kirkjunnar.

 

Við deilum bjargráðum, úrræðum og afleiðingum sem við tökumst á við,

án þess að gripið sé fram í eða veitt ráð.

 

Við virðum ólíka reynslu eða skoðanir.

Í kirkjunni eru allir á sinni vegferð,  við skiljum  að ekki er til ein rétt leið til að takast á við erfiða lífsreynslu.

 

 

Allar semverustundir eru hugsaðar sem félagsskapur og stuðningur við þátttakendur,

en kemur ekki í stað vinnu með öðru fagfólki ef um alvarleg einkenni er að ræða.

Persónulegar upplýsingar eða atvikalýsingar er best að geyma fyrir einkaviðtöl.

 

Ef að einstaklingur upplifir mikla vanlíðan, óþægileg samskipti eða óttast um öryggi sitt,

er mikilvægt að fá ráðgjöf og úrræði við hæfi. Vinsamlegast talið við presta kirkjunnar eða umsjónaraðila starfsins.