Loading...
Sumarforsíða2018-09-04T12:13:11+00:00

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 20. janúar

Messa er í Hjallakirkju sunnudaginn 20. janúar kl. 11.00. Kór Hjallakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskólinn er á sínum stað í safnaðarheimilinu kl. 11.00. Biblíusaga, brúður og söngur. Markús og Heiðbjört sjá um samveruna og taka vel á móti öllum. Verið velkomin í Hjallakirkju! 

By |16. janúar 2019 | 11:37|

Opnunartími

Mánudagar: Lokað
Þriðjudaga – fimmtudaga: 10 – 14
Föstudagar: 10-13

Viðtalstímar eftir samkomulagi. Hafið samband við presta til þess að panta tíma.

Sr. Sunna Dóra: sunna@hjallakirkja.is
Sr. Karen Lind: karen@hjallakirkja.is

Vaktsími: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 13. janúar

Messað er í Hjallakirkju sunnudaginn 13. janúar kl. 11.00. Kór Hjallakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimilinu og það eru þau Markús og Heiðbjört sem leiða hann. Biblíusaga, söngur og nýjir límmiðar til að setja í sunnudagaskólabókina.  Verið hjartanlega velkomin

By |11. janúar 2019 | 11:30|

Æskulýðsstarf Hjallakirkju

Æskulýðsstarf Hjallakirkju hefst á morgun, fimmtudaginn 10. janúar! Kl. 16.00-17.00 eru Kirkjuprakkarar, kirkjustarf fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Kl. 20.00-21.00 er æskulýðsfélagið í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfélagið er fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára. Utan um starfið heldur sr. Sunna Dóra ásamt leiðtogum.  Verið hjartanlega velkomin að taka þátt í uppbyggilegu kirkjustarfi!

By |9. janúar 2019 | 12:54|

Safnaðarstarfið hefst á ný

Um leið og við óskum öllum gleðilegs árs og vonum að fólk hafi notið jóla vekjum við athyglu á því að safnaðarstarf Hjallakirkju fer nú á fullt eftir jólaannirnar allar. Fimmtudaginn 10. janúar hefst æskulýðsstarfið: Kirkjuprakkarar kl. 16.00-17.00 Æskulýðsfélagið kl. 20.00-21.00 Sunnudaginn 13. janúar hefst  svo sunnudagaskólinn á ný og messað verður kl. 11.00.  Við

By |8. janúar 2019 | 14:07|

Skrifstofa lokuð til 8. janúar

Um leið og við óskum öllum gleðilegs ár þá viljum við benda á að skrifstofan í Hjallakirkju er lokuð til 8. janúar. Ekki verður messað þann 6. janúar á Hjallakirkju en allt safnaðarstarf hefst á ný þann 8. janúar. Barnastarfið hefst 10. janúar og sunnudagaskólinn sunnudaginn 13. janúar.  Fyrir brýn erindi má senda tölvupóst á

By |2. janúar 2019 | 09:38|

Skrá mig í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Skráningin er gerð hjá Þjóðskrá Íslands og einfaldast er að gera hana í gegnum netið.

FULLORÐNIR
BÖRN 15 ÁRA OG YNGRI