Loading...
Sumarforsíða2019-06-06T02:32:22+00:00

Þakklæti

Í 6. kafla Míka stendur: Maður, þér hefur verið sagt hvað gott er og hvers Drottinn væntir af þér: þess eins að þú gerir rétt, ástundir kærleika og þjónir Guði í hógværð. Við berjumst öll við sterkar tilfinningar og stöndum frammi fyrir miklum ótta. Ótti getur verið lamandi og náð stjórn á hugsunum okkar og

Höfundur: |23. júní 2019 | 13:44|

Opnunartími

Mánudagar: Lokað
Þriðjudaga – fimmtudaga: 10 – 14
Föstudagar: 10-13

Viðtalstímar eftir samkomulagi. Hafið samband við presta til þess að panta tíma.

Sr. Sunna Dóra: sunna@hjallakirkja.is
Sr. Karen Lind: karen@hjallakirkja.is

Vaktsími: 843 0444

Prestar Kópavogs hafa tekið upp samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Vaktsíminn er símanúmer sem hægt er að hringja í vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.

Messa í Hjallakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 11.00

Messa er í Hjallakirkju sunnudaginn 1. desember kl. 11.00. Þessi sunnudagur er 1. sunnudagur í aðventu og í messunni syngur Kór Hjallakirkju undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Betlehemsloginn verður borinn inn í kirkjuna og boðið verður upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar að messu lokinni. Prestur er sr. Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskólinn er

Höfundur: |27. nóvember 2019 | 13:50|

Velkomin á opið hús á föstudag í Digraneskirkju

Hjartanlega velkomin á opið hús í Digraneskirkju á föstudag 29. nóvember. Húsið opnar kl 17:30 og við hefjum kvöldið á stuttri helgistund. Kl. 18:00 er boðið upp á kvöldverð á 1.000 kr. Kl. 18:45 hefst sýning myndarinnar Woodlawn á neðri hæð kirkjunnar. Áætlað er að myndinni ljúki kl 21:15. Í safnaðarsalnum verður heitt á könnunni

Höfundur: |26. nóvember 2019 | 15:33|

Messa í Hjallakirkju 17. nóvember kl. 11:00.

Messa í Hjallakirkju 17. nóvember kl. 11:00. Sr. Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari. Lára Bryndís organisti hefur umsjón með tónlistinni ásamt Halldóru Ósk Helgudóttur, nemanda í Söngskólanum í Reykjavík. Halldóra mun syngja aríur eftir Haydn og Mozart. Kaffi og kleinur eru í boði eftir messu. Verið velkomin! Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu.

Höfundur: |13. nóvember 2019 | 11:42|

Skrá mig í Þjóðkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Þjóðkirkjuna. Skráningin er gerð hjá Þjóðskrá Íslands og einfaldast er að gera hana í gegnum netið.

FULLORÐNIR
BÖRN 15 ÁRA OG YNGRI