Tónlistar- og kórstjóri Hjallakirkju er Matthías V. Baldursson. Fjölbreitni í helgihaldi er mikil og ræður tónlistin þar miklu. Áhersla tónlistarstjóra kirkjunnar er að flytja tónlist sem fólk þekkir og hefur gaman af. Hjallakirkja er frumkvöðull að Bítlamessum sem eru að aukast í öðrum kirkjum, Abbamessurnar hafa slegið rækilega í gegn sem og einnig Dívu- og Íhugunarmessurnar. Í kirkjunni eru nokkrir kórar og einn lofgjörðarhópur. Kirkjukór Hjallakirkju er gospelkórinn Vox Gospel. Lögreglukórinn, Rokkkór Íslands, Barnakór Hjallakirkju og Lofgjörðahópur Hjallakirkju koma einnig reglulega fram í guðsþjónustum. Lofgjörðarhópur kirkjunnar er sönghópurinn RADDADADDA, en hann skipa söngkonurnar Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Katrín Hildur Jónasdóttir og Kristjana Þórey Ólafsdóttir.