Verkefni fyrri starfsára

Starfsárið 2015-2016

Tónlistarmessur 1. nóvember þar sem flutt var ýmis falleg tónlist sem tilheyrir tímanum. Árlegir Aðventutónleikar voru 6. desember kl. 20 þar sem kórinn flutti fallega jólatónlist við undirleik Steinars Loga Helgasonar á orgel og píanó. Einnig sungu kórfélagar einsöng og léku á hljóðfæri. Á vorönn var Star Wars messa þann 6. mars, þar sem kórinn kom fram ásamt Brassbandi Reykjavíkur. Þann 23. apríl flutti kórinn Requiem eftir John Rutter og A little Jazz Mass eftir Bob Chilcott ásamt Kór Kópavogskirkju, hljómsveit og einsöngvara. Stjórnandi á öllum tónleikum var Guðný Einarsdóttir en Lenka Matéóvá, stjórnandi Kórs Kópavogskirkju, stjórnaði einnig á tónleikunum 23.  apríl.

Starfsárið 2014-2015

Tónleikar 2. nóvember kl. 17: Flutt var Missa piccola fyrir kór, einsöngvara, flautu og orgel eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Árlegir Aðventutónleikar 7. desember kl. 20. Jólasöngvar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnudaginn 14. desember kl. 11.Jesus Christ Superstar var endurtekið á föstudaginn langa kl. 20. Vortónleikar þriðjudaginn 12. maí kl. 20 og Englandsferð í sömu viku.

Starsárið 2013-2014

17. nóvember kl. 17: Sálumessa eða Requiem eftir Gabriel Fauré ásamt fleiri rómantískum perlum frá sama tíma. Einsöngvarar: Laufey Helga Geirsdóttir sópran og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Örn Magnússon lék á orgel og flygil og Elisabet Waage á hörpu.  8. desember kl. 20: Aðventutónleikar.  Jólasöngvar22. desember kl. 11 Gestakór var Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði ásamt söngstjóra sínum Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur.  Föstudaginn langa 2014 kl. 20: Rokkóperan Jesus Christ Superstar eftir Andrew L. Webber í lítúrgískri uppfærslu. Einsöngvarar: Jóhanna Ósk Valsdóttir sem María Magdalena, Halldór Másson sem Jesú og Pétur, Árni Jón Eggertsson sem Júdas og 1. prestur, Bergvin M. Þórðarson sem Kaifas og Pílatus, Sveinbjörn Hannesson sem Heródes, Torfi Rúnar Kristjánsson sem Annas, Andrés Jónsson sem 2. prestur og Brynjar Björnsson sem 3. prestur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir lék á flygil, Helga Þórdís Guðmundsdóttir á orgel. Séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir las ritningartexta.

13. maí kl. 20: Vortónleikar Kórsins. Halldór Másson söng einsöng og lék með á gítar. Brynjar Björnsson og Gunnar Jónsson sungu einsöngsstrófur með kórnum. Aðalheiður Þorsteinsdóttir lék á flygil. Tónleikarnir voru endurteknir í Safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu. Söngstjóri á öllum tónleikunum var Jón Ólafur Sigurðsson.

Starfsárið 2012-2013

28. október kl. 17. flutti kórinn ásamt Kór Kópavogskirkju verkið Messu í D-dúr opus 86 eftir Antonin Dvorák, einnig fluttu kórarnir hvor um sig tvær mótettur eftir John Rutter ásamt þeirri fimmtu sem þeir sungu saman. Einsöngvarar: Þórunn Elín Pétursdóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Stefán Sigurjónsson bassi. Orgelleikari: Örn Magnússon. Stjórnendur: Lenka Mátéová og Jón Ólafur Sigurðsson. Aðventusöngvum var útvarpað 9. desember kl. 11 og síðan voru Aðventutónleikar sama kvöld kl. 20. Þann 17. febrúar var tónlistarmessa með öllum kórnum. Fastir liðir messunnar þ.e. Miskunnarbæn, Dýrðarsöngur, Heilagur og Guðs lamb við tónlist eftir Jón Þórarinsson og allir sálmar í útsetningum eftir Róbert Abraham Ottósson. Með kórnum léku þeir Eyjólfur Melsteð og Steinar M. Kristinsson á trompeta. Vortónleikar voru 14. maí kl. 20, uppistaða efnisskrárinnar voru lög úr söngleikjum. Aðaleinsöngvari með kórnum var Jóhann Sigurðarson leikari og stórsöngvari. Einnig sungu kórfélagarnir Árni Jón Eggertsson, Bergvin Magnús Þórðarson, Halldór Másson, Kristín Halla Hannesdóttir og Lilja Sigfúsdóttir einsöng. Píanóleikari var Aðalheiður Þorsteinsdóttir.

Starfsárið 2011-2012

Starfsfárið hófst að venju í fyrstu viku í september. Allur kórinn söng á minningar- og tónlistarmessunni 6. nóvember og flutti þar tónlist við hæfi dagsins, meðal annars þætti úr Sálumessum eftir Brahms og Mozart. Aðventutónleikarnir voru á sínum stað4. desember og Jólasöngvarnir þann 18. desember í beinni útvarpsútsendingu. Engir vortónleikar voru að vori en í þess stað for kórinn í vel heppnaða Tónleikaferð til Svíþjóðar í maí 2012 og vorið fór í undirbúning og æfingu á ýmsu öðru.

Starfsárið 2010-2011

Starfsfárið var að venju fjölbreytt. Helstu verkefni vetrarins voru aðventutónleikar 5. desember og jólasöngvar 19. desember. 13. mars 2011 flutti kórinn og einsöngvarar Krýningarmessu Mozarts ásamt hinu stórkostlega Te Deum eftir Jón Þórarinsson. Einsöngvarar: Erla Björg Káradóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir, mezzosópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Trompetleikarar: Jóhann Ingvi Stefánsson og Steinar Matthias Kristinsson. Vortónleikar með léttri veraldlegri og sumarlegri tónlist var 24. maí. Nánara má lesa um flytjendur á tónlistarsíðunni.

Starfsfárið 2009-2010

Helstu verkefnin 2009-2010 vou 1 1/2 tíma úrdráttur úr óratoríunni Messías eftir Händel 15. nóvember kl. 20. Einsöngvarar voru Erla Björg Káradóttir, sópran, Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Ingunn Sigurðardóttir, sópran, Einar Clausen, tenór og Eiríkur Hreinn Helgason, bassi.  Sunnudaginn 6. desember kl. 20 voru árlegir Aðventusöngvar kórsins og sunnudaginn 20. desember árlegir Jólasöngvar kl. 11.
Vortónleikar voru 18. maí 2010. Starfsárinu lauk síðan með tónleikaferð til Hvammstanga laugardaginn 5. júní þar sem kórinn söng tónleika með þátttöku ehimamanna..

Starfsfárið 2008-2009

Helstu verkefnin veturinn 2008 – 2009 voru Requiem eftir Gabriel Fauré sem flutt var í október. Frumflutningur á köflum úr Sæluboðunum í tónsetningu eftir Hauk Ágústsson í nóvember. Aðventutónleikar og Jólasöngvar í desember. Frumflutningur á 10 nýjum Passíusálmalögum eftir Jón Ásgeirsson í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa og þátttaka í Kórastefnu á Mývatni 5. – 7. júní 2009 þar sem kórinn söng sjálfstæða efnisskrá 4. júní í Skjólbrekku og 5. júní í Dimmuborgum, auk þess að taka þátt söng blönduu kóranna á As-dúr messu eftir Schubert. Auk þessa flutti kórinn eða hópar úr kórnum ýmis smæri verk við guðsþjónustur og messur í Hjallakikju. Á hvítasunnudag 2009 fluttu félagar úr kórnum þætti úr stuttri messu (Missa brevis) eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Starfsfárið 2007-2008

Helstu verkefni 2007-2008: Hátíðartónleikar 22. apríl. Flutt Exultate, jubilate eftir Moxart og Theresíumessan í B-dúr eftir Joseph Haydn. Einsöngvarar: Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran, Einar Clausen tenór og Þorvaldur Kr. Þorvaldsson bassi. Kammersveit lék, konsertmeistri Hjörleifur Valsson.

Starfsfárið 2005-2006

Hesltu verkefni 2005-2006: Kórferð til Hólmavíkur 22. október, með tónleikum á Blönduósi og Hólmavík. Við tónlistarmessuna á Allra heilagra messu 6. nóv. flutti kórinn m.a. Locus iste eftir Bruckner, Hversu yndislegir eru þínir bústaðir úr Ein Deursches Requiem op. 45 eftir Brahms. Tónleikaferð til Ólafsvíkur 20. maí 2006 þar sem kórinn söng tónleika ásamt Kirkjukór Ólafsvíkur.

Starfsfárið 2004-2005

Helstu verkefni 2004-2005:  6. febr. 2005. Messa í D-dúr op. 86 ásamt þremur Biblíuljóðum eftir Antonin Dvorák. Flytjendur Kór Fella- og Hólakirkju, Kór Hjallakirkju, Kór Vídalínskirkju. Einsöngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir, sópran, Erla Björg Káradóttir sópran, Sólveig Samúelsdóttir alt, Sigmundur Jónsson tenór og Gunnar Jónsson bassi. Stjórnendur: Lenka Mátéová, Jón Ólafur Sigurðsson og Jóhann Baldvinsson. Organistar: Kári Þormar og Lenka Mátéová. Vortónleikar 24. maí þar sem flutt voru ýmis vorlög ásamt Te Deum eftir Jón Þórarinsson þar sem Þóra I. Sigurjónsdóttir og Árni Jón Eggertsson sungu einsöng. Tónleikar í Hjallakirkju 11. mars þar sem frumflutt voru verk eftir Julian Hewlett. Tónleikar í Gamle Aker kirke í Osló 7. maí og síðan sameiginleg messa með Sofiemy Kirkekor í Sofiemyr kirke á sunnudeginum

Starfsfárið 2003-2004

Helstu verkefni 2003- 2004: Messe Solennelle í A dúr Op. 12 eftir César Franck. Einsöngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir, Gréta Jónsdóttir, Snorri Wium og Gunnar Jónsson. Hljóðfæraleikarar: Lenka Mátéová á orgel, Elisabet Waage á hörpu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Í maí fékk kórinn heimsókn frá Sofiemyr kirkjukórnum frá Oppegård við Osó og hélt með þeim sameiginlega tónleika í Hjallakirkju.

Starfsfárið 2002-2003

Helstu verkefni 2002-2003:  20. maí. Vortónleikar: Einsöngvarar: Laufey Helga Geisdóttir sópran, María Guðmundsdóttir sópran, Gréta Jónsdóttir messósópran, Hákon Hákonarson tenór, Gunnar Jónson bassi. Trompetleikarar Ásgeir H. Steingrímsson og Guðmundur Hafsteinsson. Orgelleikari: Lenka Mátéová. Meðal verkefna: Messa í C-dúr Kv. 259 og Lacrimosa eftir Mozart, Te Deum laudamus eftir Jón Þórarinsson ásamt ýmsum minni verkum.

Starfsfárið 2001-2002

Helstu verkefni 2001 – 2002: 4. nóvember Minningartónleikar: Sálumessa eða Requiem op. 48 eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar: Margrét Bóasdóttir sópran og Loftur Erlingsson, bassi. Orgel: Lenka Mátéová. Í byrjun júní lagði kórinn land undir fót og hélt til Þýskalands þar sem hann hélt tónleika í Müncholzhausen – Westlar, tók þátt í fjólþjóðlegum kórtónleikum í Siegen, í Löwen þar sem hann söng einnig við messu og toppurinn á ferðinni var þegar kórinn söng í dómkirkjunni í Trier.

Starfsfárið 2000-2001

Helstu verkefni 2000 – 2001: Söngferð til Austurlands í september, sungið á Neskaupsstað og á Egilsstöðum. 25. febrúar 2001: Te Deum eftir Jón Þórarinsson frumflutt í endanlegri gerð á orgelvígslutónleikum  í Hjallakirkju. Einsöngvarar: Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran og Gísli Magnason tenór. Trompetleikarar: Guðmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Stefánsson. Orgelleikari: Lenka Mátéová. 5. apríl 2001: Requiem op. 48 eftri Gabriel Fauré. Einsöngvarar Tryggvi Valdimarsson, drengjasópran og Loftur Erlingsson bassi. Orgel: Lenka Mátéová.

Önnur verkefni

Meðal verka sem kórinn hefur flutt á sjálfstæðum tónleikum og í helgiathöfnum er Þýsk messa (Deutsche Messe) og Messa í G dúreftir Franz Schubert. Messa kv. 259 (Orgelmessan), Krýningarmessuna Kv. 317 og valdir kaflar úr Reqiem eftir Mozart. Requiem (Sálumessa) eftir G. Fauré. Te Deum laudamus eftir Jón Þórarinsson (frumflutningur á endanlegri útgáfu verksins og flutt nokkrum sinnum síðan). Missa brevis st. Johanni de Deo og Messa í B-dúr „Therezienmesse“ eftir Joseph Haydn. Messías eftir Händel (úrdráttur). Hátíðarmessu -Messe Solennelle í A-dúr op. 12 eftir César Franck Frumflutningur á köflum úr Sæluboðunum eftir Hauk Ágústsson, Frumflutningur á 10 passíusálmalögum eftir Jón Ásgeirsson og fleira.

Auk þessa má nefna Messu í D-dúr Op. 86 eftir Dorák sem kórinn flutti í samstarfi við Kór Vídalínskirkju (kórstjóri: Jóhann Baldvinsson) og Kór Fella- og Hólakirkju (söngstjóri: Lenka Matéová), (það tónverk var flutt aftur haustið 2012)  og Messu i As-dúreftir Franz Schubert D-678 sem flutt var á Kórastefnu við Mývatn í 7. júní 2009.

Einnig má nefna fjölda smærri mótetta og kórverka eftir ýmsa höfunda, nýja sem gamla, kirkjuleg verk sem veraldleg og nokkur þeirra í frumflutningi.

Haustið 2006 gaf kórinn út geisladiskinn „Í Guðs hús okkur Kristur kallar“ en þar er að finna íslenskar kirkjutónperlur eftir ýmsa höfunda sem margar hverjar hafa ekki verið gefnar út áður.

Kórinn hefur tekið þátt í samstarfi kirkjukóra Reykjavíkurprófastsdæmis-eystra þar sem meðal annars hafa verið frumflutt tónverk sem kórarnir hafa pantað hjá viðkomandi tónskáldum.